Skip to Content

Endurmenntun atvinnubílstjóra

Endurmenntunarnámskeið atvinnubílstjóra í fjarfundi

Námskeið framundan.

Athugið að námskeiðin eru kennd í tvennu lagi, s.s. síðdegis á föstudegi og á laugardagsmorgni.

Verð pr. námskeið er kr. 19.500,-

Nánari upplýsingar: okuland@okuland.is

FARÞEGAFLUTNINGAR**              26. feb. kl. 17-20 & 27. feb. kl. 9-13   SKRÁ MIG 

* Kjarnanámskeið 

**Valnámskeið

Til þess að geta tekið þátt í námskeiði í fjarfundi þarf þátttakandi að hafa gott netsamband og viðeigandi tæki. Þátttakandi þarf að vera sjáanlegur í mynd allan kennslutímann.

Hér getur þú kannað stöðu þína varðandi námskeið:

Námskeiðin mín

*Rétt er að vekja athygli atvinnubílstjóra á mikilvægi þess að ljúka endurmenntun áður en gildistimi ökuskirteinis rennur út. 

Hver sá bílstjóri sem stundar vöru- eða farþegaflutninga í atvinnuskyni á stórri bifreið, skal sækja endurmenntun á fimm ára fresti og er það skilyrði til þess að fá ökuskirteinið endurnýjað. Tákntalan 95 á bakhlið ökuskírteinis gefur til kynna að ökumaður hafi réttindi til aksturs í atvinnuskyni á stóra bifreið.

Endurmenntun samanstendur af fimm námskeiðum, þremur sem eru skylda og síðan er hægt að velja tvö sem valnámskeið. Dreifa má námskeiðunum eftir hentugleika á fimm ára gildistímabil ökuréttindanna. Hvert námskeið spannar 7 klukkustundir með eðlilegum hléum. Á námskeiðum er reynt að virkja og miðla reynslu bílstjóra, kynna nýjungar og rifja upp fyrra nám. Engin próf eru í lok námskeiðs. 

Nánar um endurmenntun atvinnubílstjóra á vef Samgöngustofu.

 

 

 

 

+

 

                                                        

 

 

 

 

Hvað gerist eftir 10. september 2018? 

Ljóst er að sá sem ekki hefur fullnægt endurmenntunarkröfunni er ekki löglegur í atvinnuakstri. Lögregla mun hafa aðgang að gagnagrunni um endurmenntun bílstjóra og sjá þar hvort endurmenntunarkröfunni er fullnægt. Spurning er þá hvernig tryggingarfélög meta réttindi bílstjóra ef kemur að tjónum og bótum.

Hvað er þetta mikil endurmenntun? 

Námið samanstendur af fimm sjö klukkustunda námskeiðum. Þeim má dreifa á fimm ára tímabil en verður að vera lokið fyrir endurnýjun ökuskírteinis frá og með 10. september. Hvert námskeið spannar 7 klukkustundir með eðlilegum hléum, matar- og kaffihléum þannig að úr verði a.m.k. 7 kennslustundir. Engin próf eru í lok námskeiðs.

Hvað er kennt í endurmenntun? 
Þrjú námskeið taka allir, síðan er val um námskeið eftir því hvort bílstjóri stundar aðallega farþegaflutninga eða vöruflutninga en hann má taka bæði. Að lokum er tekið sérhæft námskeið, ef með þarf, þar sem ýmislegt getur komið til greina sem tengist atvinnu bílstjórans. Á námskeiðum er reynt að virkja og miðla reynslu bílstjóra, kynna nýjungar og rifja upp fyrra nám.

A. Kjarni (sem allir taka): 
1. Vistakstur – öryggi í akstri 
Markmiðið er að bílstjórinn þekki hugmyndafræði vistaksturs og með hvaða hætti hann getur lágmarkað eldsneytiseyðslu og umhverfismengun og hámarkað öryggi sitt og annarra í umferðinni með réttu aksturslagi. 
2. Lög og reglur 
Markmiðið er að bílstjórinn þekki helstu atriði í lögum og reglum um vöru- og farþegaflutninga og um stór ökutæki sem atvinnutæki og geri sér grein fyrir ábyrgð bílstjóra á ástandi og notkun ökutækis á hverjum tíma. 
3. Umferðaröryggi - bíltækni 
Markmiðið er að bílstjórinn þekki vegakerfið og helstu hættur sem eru til staðar eða geta skapast í tengslum við ytri aðstæður, s.s. við mismunandi veðurskilyrði. Einnig að hann þekki helstu tegundir og orsakir umferðar- og vinnuslysa og þekki aðferðir við slysavarnir.

B. Valkjarni (velja um annað hvort eða bæði): 
4. Farþegaflutningar 
Markmiðið er að bílstjórinn þekki atriði er lúta sérstaklega að akstri hópbifreiða, farþegaflutningum, ábyrgð bílstjóra á öryggi farþega og almennt að þjónustuhlutverki bílstjóra, náttúruvernd, ferðamennsku, mjúkum akstri o.fl. Hann þekki ákvæði í lögum og reglum um flutning farþega og sérbúnað hópbifreiða. 
og/eða 
4. Vöruflutningar 
Markmiðið er að bílstjórinn gangi af öryggi frá og festi mismunandi tegundir farms. Bílstjóri þekki reglur um, notkun farm- og fylgiskjala sem krafist er í flutningum bæði innanlands sem og á milli landa.

C. Val (eitt sérhæft námskeið ef þörf er á) 
5. t.d. Fagmennska og mannlegi þátturinn 

Markmiðið er að bílstjórinn skilji að þekking og færni er undirstaða fagmennsku. Bílstjórinn þekki þætti í daglegu lífi og starfsumhverfi sem hafa áhrif á öryggi hans, heilsufar, andlega og líkamlega líðan. Hann þekki einkenni þreytu og streitu og viðbrögð þar við. Hann skilji ferli skynjunar, hegðun manna í umferðinni og mikilvægi sálrænna þátta í umferðar- og vinnuslysum.

Um endurmenntun

Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D, farþegaflutningar í atvinnuskyni og í flokki C1 og C, vöruflutningar í atvinnuskyni skal sækja 35 kennslustunda endurmenntun á 5 ára fresti.
Hafi bílstjóri með réttindi til að stjórna bifreið í C1-, C-, D1- og D-flokki í atvinnuskyni ekki endurnýjað réttindi sín (ekki sótt endurmenntun) verður hann að sækja áskilda endurmenntun áður en hann fær þau endurnýjuð.
Samgöngustofa setur námskrá fyrir þessa endurmenntun sem innanríkisráðherra staðfestir.
Endurmenntunin skal vera í samræmi við ákvæði í reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini.

 

Markmið


Endurmenntun bílstjóra með réttindi til að stjórna bifreið í C1-, C-, D1- og D- flokki í atvinnuskyni skal hafa það að markmiði að hann:
 Hafi menntun og hæfi sem krafist er
 Búi við aukið öryggi í starfi sem og að öryggi almennt á vegum
aukist
 Sé meðvitaður um öryggisreglur sem fylgja skal við akstur sem og
þegar ökutækið er kyrrstætt
 Bæti varnarakstur sinn, þ.e. sjái fyrir hættu og taki tillit til annarra
vegfarenda. Þetta helst í hendur við minni eldsneytiseyðslu og mengun sem á að hafa jákvæð áhrif á flutninga á vegum og samfélagið í heild
 Rifji upp, endurnýi og bæti við þekkingu sem nauðsynleg er í starfi.

Upplýsingar frá Samgöngustofu


 

 Drupal vefsíða: Emstrur