Skip to Content

Endurmenntunarnámskeið

 

 

Akstursþjálfun hjá Mercedes-Benz í Þýskalandi 

 

Námskeiðið er metið hjá Samgöngustofu sem sérhæft valnámskeið til endurmenntunar atvinnubílstjóra.

 

Auk akstursþjálfunar verður farið í heimsókn í vörubílaverksmiðjur Mercedes-Benz í Wörth. Þar er að finna mjög fullkomna verksmiðju þar sem hægt er að fylgjast með samsetningu vörubíla. Einnig verður ekið um suðurhluta Þýskalands í nágrenni við Svartaskóg og safn í Stuttgart skoðað. 

 

Ferðaáætlun:

 

08.11. 2019 – Föstudagur: 

•Flogið til Frankfurt með Flugleiðum kl 07:25 og lent í Frankfurt kl 12:00

•Ekið til Wörth, akstur í 2 klst.

•Heimsókn í vörubílaverksmiðju Mercedes Benz í Wörth.

•Gist í Karlsruhe  í einsmannsherbergi.

 

09.11. 2019 – Laugardagur:

•  Akstursöryggisnámskeiðið í Rheinmünster - sjá nánari dagskrá neðar á síðunni.

 

10.11. 2019 – Sunnudagur:

•Safn í Stuttgart skoðað. 

 

11.11. 2019 - Mánudagur:

•Ekið frá Karlsruhe til Frankfurt.

•Flogið frá Frankfurt kl: 13:25 og lent heima um kl 15:30

 

Verð: 185.000.- kr.

Verkalýðsfélög og fræðslumiðstöð atvinnulífsins styrkja bílstjóra og fyrirtæki.

 

Innifalið:

Flug fram og til baka, flugvallarskattar, námskeiðsgjald fyrir akstursþjálfun, akstur á milli staða, verksmiðjuheimsókn, inngangur að safni, fararstjórn, gisting í einsmannsherbergi í þrjár nætur með morgunmat.

 

Fararstjóri og túlkur á námskeiðinu verður Guðni Sveinn Theodórsson

 

  • Innihald námskeiðsins:
  •  
  • - Eðlisfræðileg lögmál, að þekkja og forðast hættulegar aðstæður á vegi.
  • -  Að bremsa og sveigja framhjá hindrun við misjafnt undirlag.
  • -  Akstur með háan þyngdarpunkt á vagni.
  • -  Rétt aksturslag í gegnum beygjur og rétt beiting á bremsum við beygjur.
  • -  Æfingar á sérstökum ökutækjum.
  • -  Bremsuæfingar og sveigja framhjá hindrun á bíl með vagni.
  • Kröfur um ökuréttindi: Ökuskirteini fyrir flokk C og CE

 

 

 

 

 Drupal vefsíða: Emstrur