Skip to Content

Endurmenntunarnámskeið

Akstursþjálfun hjá Mercedes-Benz í Þýskalandi 

 

Námskeiðið er metið hjá Samgöngustofu sem sérhæft valnámskeið til endurmenntunar atvinnubílstjóra.

 

Auk akstursþjálfunar verður farið í heimsókn í vörubílaverksmiðjur Mercedes-Benz í Wörth. Þar er að finna mjög fullkomna verksmiðju þar sem hægt er að fylgjast með samsetningu vörubíla. Einnig verður ekið um suðurhluta Þýskalands í nágrenni við Svartaskóg og safn í Stuttgart skoðað. 

 

Ferðaáætlun:

 

08.11. 2019 – Föstudagur: 

•Flogið til Frankfurt með Flugleiðum kl 07:25 og lent í Frankfurt kl 12:00

•Ekið til Wörth, akstur í 2 klst.

•Heimsókn í vörubílaverksmiðju Mercedes Benz í Wörth.

•Gist í Karlsruhe  í einsmannsherbergi.

 

09.11. 2019 – Laugardagur:

•  Akstursöryggisnámskeiðið í Rheinmünster - sjá nánari dagskrá neðar á síðunni.

 

10.11. 2019 – Sunnudagur:

•Safn í Stuttgart skoðað. 

 

11.11. 2019 - Mánudagur:

•Ekið frá Karlsruhe til Frankfurt.

•Flogið frá Frankfurt kl: 13:25 og lent heima um kl 15:30

 

Verð: 185.000.- kr.

Verkalýðsfélög og fræðslumiðstöð atvinnulífsins styrkja bílstjóra og fyrirtæki.

 

Innifalið:

Flug fram og til baka, flugvallarskattar, námskeiðsgjald fyrir akstursþjálfun, akstur á milli staða, verksmiðjuheimsókn, inngangur að safni, fararstjórn, gisting í einsmannsherbergi í þrjár nætur með morgunmat.

 

Fararstjóri og túlkur á námskeiðinu verður Guðni Sveinn Theodórsson

 

  • Innihald námskeiðsins:
  •  
  • - Eðlisfræðileg lögmál, að þekkja og forðast hættulegar aðstæður á vegi.
  • -  Að bremsa og sveigja framhjá hindrun við misjafnt undirlag.
  • -  Akstur með háan þyngdarpunkt á vagni.
  • -  Rétt aksturslag í gegnum beygjur og rétt beiting á bremsum við beygjur.
  • -  Æfingar á sérstökum ökutækjum.
  • -  Bremsuæfingar og sveigja framhjá hindrun á bíl með vagni.
  • Kröfur um ökuréttindi: Ökuskirteini fyrir flokk C og CE

 

Skráning er hafin á endurmenntunarnámskeið atvinnubílstjóra sem verða haldin í apríl í Fjölheimum Tryggvagötu 13 Selfossi.

Mjög mikilvægt er að skrá þátttöku til þess að námskeiðin verði haldin:

gudni@okuland.is

 

Karnagreinar: 

Mánudagur 8. apríl Lög og reglur kl. 9 - 16

Þriðjudagur 9. apríl Umferðaröryggi - bíltækni  kl. 9 - 16

Fimmtudagur 11. apríl Vistakstur - öryggi í akstri kl. 9 - 16

Valgreinar:

Miðvikudagur 10. apríl Farþegaflutningar kl. 9 - 16

Mánudagur 15. apríl Vöruflutningar kl 9 - 16

Þriðjudagur 16. apríl Fagmennska og mannlegi þátturinn kl 9 - 16

 

 

Samgöngustofa hefur uppfært upplýsingasíðu sína um endurmenntun atvinnubílstjóra. Þar er einnig krækja þar sem hver og einn bílstjóri getur skráð sig inn og séð hver staða hans er varðandi endurmenntun, hvað er búið og hvað er eftir.  

Hér er krækjan:

https://www.samgongustofa.is/umferd/nam-og-rettindi/endurmenntun-atvinnubilstjora/

 

 

 Drupal vefsíða: Emstrur